Enski boltinn

Lögregla rannsakar kaup United á Bebe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bebe, til hægri, með Javier Hernandez.
Bebe, til hægri, með Javier Hernandez. Nordic Photos / Getty Images
Enska dagblaðið The Guardian greinir frá því að lögregluyfirvöld í Portúgal rannsaki nú kaup Manchester United á knattspyrnumanninum Bebe.

Eins og ítrekað hefur verið fjallað um komu viðskiptin knattspyurnuheiminum í opna skjöldu þegar Sir Alex Ferguson ákvað að kaupa Bebe fyrir sjö milljónir punda fyrir tveimur árum - án þess að hafa séð hann spila.

Rannsóknin snýst um að hluti upphæðarinnar, um þrjár milljónir punda, er nú týndur. Félagið sem seldi Bebe, Vitoria, staðhæfir að sú upphæð hafi runnið í vasa umboðsmannsins Jorges Mendes.

Forráðamenn United vildu ekki tjá sig um rannsóknina nema að litlu leyti. Þeir segja að félagið hafi ekki gert neitt rangt enda aldrei greitt umboðsmanninum aur. Allur peningurinn hafi farið til félagsins.

„Við þurfum ekki að tjá okkur um þetta mál þar sem við höfðum ekki rangt við," sagði talsmaður Manchester United.

Bebe var í sumar lánaður til Besiktas í sumar en hann er nú kominn aftur til Manchester þar sem hann sleit krossband í hné. Ólíklegt að hann muni nokkru sinni spila með United á ný, hvað þá að United fái nema afar litlan hluta þeirra sjö milljóna punda - um 1,4 milljarða íslenskra króna - aftur í kassann með því að selja hann nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×