Enski boltinn

Enska knattspyrnusambandið vill nota marklínutækni

Markið umdeilda sem Mata skoraði í gær.
Markið umdeilda sem Mata skoraði í gær.
Eins og við mátti búast er um lítið annað talað í dag en marklínutækni. Ástæðan er sú að Chelsea fékk dæmt mark í gær gegn Tottenham þar sem boltinn virtist ekki fara inn fyrir línuna.

Enska knattspyrnusambandið er á meðal þeirra sem vilja nota marklínutækni en FIFA hefur ekki enn leyft slíka tækni.

FIFA er samt við það að fara að leyfa slíkt en tilraunir með tæknina eru á lokastigi. Tvö kerfi eru í prófun hjá FIFA sem stendur.

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem sambandið minnir á að vilji þess standi til að nota marklínu um leið og FIFA leyfir það.

Ákvörðun verður tekin um það í júlí hvort nota eigi marklínutækni næsta vetur eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×