Enski boltinn

Chelsea skoraði fimm gegn Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Chelsea mætir Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar eftir 5-1 stórsigur á Tottenham í undanúrslitum keppninnar í dag. Vendipunktur leiksins var í upphafi seinni hálfleiks þegar dómari leiksins, Martin Atkinson, dæmdi Chelsea umdeilt mark.

Chelsea hafði forystu í hálfleik, 1-0, eftir mark Didier Drogba seint í hálfleiknum. Hann skoraði gott mark eftir að hafa snúið William Gallas af sér.

Chelsea komst svo í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks en markið sem var skráð á Juan Mata hefði aldrei átt standa því boltinn virtist aldrei hafa farið yfir línuna. Mata skaut að marki en boltinn fór af leikmönnum Tottenham sem stóðu á línunni og af sjónvarpsupptökum að dæma fór boltinn aldrei yfir línuna.

Gareth Bale minnkaði svo muninn fyrir Tottenham á 56. mínútu af stuttu færi eftir að Petr Cech hafði brotið á Emmanuel Adebayor. Atkinson beitti þó hagnaðarreglunni og eftirleikurinn var auðveldur fyrir Bale.

Chelsea skoraði svo þrjú mörk á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Ramires með vippu, Frank Lampard úr aukaspyrnu og svo Florent Malouda í uppbótartíma.

Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley laugardaginn 5. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×