Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2025 07:03 Maren Aardahl lét ekki sitt eftir í varnarleik Noregs á HM þrátt fyrir mikinn verk í hælnum. Getty/Federico Gambarini Ein af hetjunum úr norska kvennalandsliðinu í handbolta sem varð heimsmeistari á sunnudaginn er Maren Aardahl sem með hverjum leik á mótinu þurfti að þola sífellt verri sársauka. Aardahl vildi ekkert vera að ræða um meiðsli sín á meðan á mótinu stóð en norskir fjölmiðlar höfðu tekið eftir því að hún haltraði um blaðamannasvæðið eftir sigurinn gegn Svartfellingum í 8-liða úrslitum. Í ljós kom að hún hafði verið að glíma við slíka verki í hælnum að hún gekk um á hækjum á hóteli norska liðsins á milli leikja. Allt reynt til að deyfa sársaukann „Ég er frekar aum í hælnum. Við höfum gert allt sem við getum til að deyfa sársaukann,“ sagði Aardahl við TV 2. „Við höfum notað ýmsar tegundir af teipi og púðum. Svo hef ég gengið um á hækjum á hótelinu til að minnka álagið á fótinn,“ sagði Aardahl. Hún segir ljóst að ef um leiki með félagsliði hefði verið að ræða þá hefði hún hvílt hælinn. Hún var hins vegar með allt mótið, þar á meðal í 23-20 sigrinum gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum þó að þar fengi hún reyndar lítið að spila. „Hún þolir mikið álag“ „Það sýndi sig kannski svolítið í dag að ég var ekki alveg með á nótunum þegar sóknarleikur þeirra var sem hraðastur. Þetta hefur versnað og versnað. Mér finnst við hafa gert vel í að deyfa þetta og gera það besta úr aðstæðunum. Það dugði eins lengi og það gerði, og ég er mjög ánægð,“ sagði Aardahl stolt við NRK. Landsliðsþjálfarinn Ole Gustav Gjekstad, arftaki Þóris Hergeirssonar, var að sjálfsögðu stoltur af sínum leikmanni: „Hún þolir mikið álag,“ sagði Gjekstad við TV 2. Aardahl og stöllur í norska liðinu gátu svo fagnað vel enn einum titlinum sem liðið vinnur. „Maður er svo þakklátur fyrir hvert einasta gull. Ég held að það skilgreini landsliðið okkar. Við erum jafn þakklátar í hvert skipti og tökum því aldrei sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Aardahl. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sjá meira
Aardahl vildi ekkert vera að ræða um meiðsli sín á meðan á mótinu stóð en norskir fjölmiðlar höfðu tekið eftir því að hún haltraði um blaðamannasvæðið eftir sigurinn gegn Svartfellingum í 8-liða úrslitum. Í ljós kom að hún hafði verið að glíma við slíka verki í hælnum að hún gekk um á hækjum á hóteli norska liðsins á milli leikja. Allt reynt til að deyfa sársaukann „Ég er frekar aum í hælnum. Við höfum gert allt sem við getum til að deyfa sársaukann,“ sagði Aardahl við TV 2. „Við höfum notað ýmsar tegundir af teipi og púðum. Svo hef ég gengið um á hækjum á hótelinu til að minnka álagið á fótinn,“ sagði Aardahl. Hún segir ljóst að ef um leiki með félagsliði hefði verið að ræða þá hefði hún hvílt hælinn. Hún var hins vegar með allt mótið, þar á meðal í 23-20 sigrinum gegn Þýskalandi í úrslitaleiknum þó að þar fengi hún reyndar lítið að spila. „Hún þolir mikið álag“ „Það sýndi sig kannski svolítið í dag að ég var ekki alveg með á nótunum þegar sóknarleikur þeirra var sem hraðastur. Þetta hefur versnað og versnað. Mér finnst við hafa gert vel í að deyfa þetta og gera það besta úr aðstæðunum. Það dugði eins lengi og það gerði, og ég er mjög ánægð,“ sagði Aardahl stolt við NRK. Landsliðsþjálfarinn Ole Gustav Gjekstad, arftaki Þóris Hergeirssonar, var að sjálfsögðu stoltur af sínum leikmanni: „Hún þolir mikið álag,“ sagði Gjekstad við TV 2. Aardahl og stöllur í norska liðinu gátu svo fagnað vel enn einum titlinum sem liðið vinnur. „Maður er svo þakklátur fyrir hvert einasta gull. Ég held að það skilgreini landsliðið okkar. Við erum jafn þakklátar í hvert skipti og tökum því aldrei sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Aardahl.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sjá meira