Enski boltinn

Mancini fer í reglulegar leyniferðir til Ítalíu

Aldo Mancini í sinni einu ferð til Manchester.
Aldo Mancini í sinni einu ferð til Manchester.
Lífið er ekki auðvelt hjá Roberto Mancini, stjóra Man. City, þessa dagana. Ekki bara er hann í krefjandi toppbaráttu í enska boltanum heldur er hann á sífelldum þeytingi til Ítalíu þar sem faðir hans er mikið veikur.

Faðirinn, Aldo Mancini, fékk hjartaáfall árið 2010 og síðustu mánuði hefur honum hrakað mikið. Man. City hefur því gefið stjóranum leyfi til þess að fljúga til Ítalíu við hvert tækifæri svo Roberto geti verið hjá föður sínum.

Aldo er að nálgast áttrætt og sonurinn er að reyna eyða eins miklum tíma með honum og hann getur áður en kallinn yfirgefur þetta líf.

Mancini hefur staðið sig vel í því að fela þetta ástand fyrir leikmönnum sínum enda vill hann ekki að neitt utanaðkomandi trufli leikmennina. Næg hafa vandamálin verið innan liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×