Fleiri fréttir

Kolo Touré má byrja að æfa með City áður en bannið rennur út

Kolo Touré hefur fengið sérstakt leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til þess að fá að byrja að æfa með Manchester City áður en leikbannið hans rennur út. Touré féll á lyfjaprófi í upphafi ársins og er í leikbanni til 2. september næstkomandi.

Dalglish spenntur fyrir Paddy hjá Celtic

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur leyfi eigenda Liverpool til að fjárfesta í fleiri leikmönnum og ensku slúður-blaðamennirnir skrifa um það í morgun að skoski stjórinn ætli sér að ná í Paddy McCourt, kantmann hjá Celtic.

Wenger hrósar Joey Barton fyrir hugrekki

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var spurður út í möguleikann á því að hann fengi Joey Barton til Arsenal-liðsins eftir markalaust jafntefli við Newcastle um helgina. Barton á víst enga framtíð hjá Newcastle eftir óvinsælar yfirlýsingar sínar að undanförnu.

Ferguson: Schmeichel gerði líka mistök í fyrstu leikjunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það taki alla evrópska markverði dágóðan tíma að aðlagast enska boltanum. Ferguson tjáði sig um frammistöðu Spánverjans David De Gea sem hefði átt að gera mun betur í markinu sem hann fékk á sig í 2-1 sigri United á West Bromwich Albion í gær.

Nær Man. Utd. að krækja í Mario Götze?

Nú er það orðið ljóst að Manchester United mun ekki ná að klófesta Wesley Sneijder frá Inter Milan fyrir lok félagskiptagluggans, en sú saga er á kreiki að félagið ætli sér að krækja í þýska ungstirnið, Mario Götze, frá Borussia Dortmund.

Ekkert jafntefli og sigurliðin héldu öll hreinu

Úrslitin í 2. umferð Championship-deildarinnar á Englandi í gær vöktu nokkra athygli. Tíu leikir fóru fram og lauk engum þeirra með jafntefli. Þá héldu sigurliðin öll marki sínu hreinu.

Markalaust hjá Stoke og Chelsea

Stoke og Chelsea gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á Britannia Stadium, heimavelli Stoke.

Reading vann góðan sigur á Leicester

Fjölmargir leikir fóru fram í ensku Championsship-deildinni í dag en þar ber helst að nefna að Reading vann frábæran sigur, 2-0, gegn Leicester á útivelli.

Liverpool náði aðeins í stig - Bolton rúllaði yfir QPR

Fyrsta umferð enska boltans hófst í dag með fimm leikjum og því er þriggja mánaða bið á enda. Bolton Wanderers tóku nýliðina í QPR í kennslustund og rústuðu leiknum 4-0. Liverpool náði aðeins í eitt stig gegn Sunderland á Anfield, en Liverpool brenndi af úr vítaspyrnu í byrjun leiks.

Moyes vill fá Sturridge til Everton á láni

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið í viðræðum við Chelsea um að fá Daniel Sturridge til liðs við félagið á láni, en leikmaðurinn sló í gegn á síðasta tímabili þegar hann var lánaður frá Chelsea til Bolton í janúar.

Suarez í byrjunarliðinu, búinn að skora og misnota víti

Charlie Adam, Jordan Henderson, Stewart Downing og Jose Enrique eru allir í byrjunarliði Liverpool sem leikur gegn Sunderland á Anfield. Þá er Luis Suarez í framlínunni en hann hefur þegar brennt af vítaspyrnu og skorað fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar í ár.

Enski boltinn: Upphitun fyrir leiki dagsins

Mikil eftirvænting er fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaslagur verður á Loftus Road, tvö af kaupóðustu félögunum mætast á Anfield og vonandi verður boðið upp á jafnmikla markaveislu á St. James' Park og í fyrra. Kíkjum nánar á málið.

Mancini: Nasri ætti að vera löngu kominn

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, er allt annað en sáttur við vinnubrögð stjórnar félagsins. Hann segir stjórnina, annað árið í röð, ekki standa sig þegar kemur að leikmannakaupum yfir sumartímann.

Robbie Keane að semja við Los Angeles Galaxy

Írski landsliðsframherjinn Robbie Keane er hættur í enska boltanum og á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem að hann ætlar að spila með Los Angeles Galaxy liðinu. Þetta kom fyrst fram á FOX í kvöld.

West Brom hafnaði tilboði Wigan í Peter Odemwingie

West Bromwich Albion hefur hafnað tilboði Wigan í nígeríska-rússneska framherjann Peter Odemwingie en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu West Brom í kvöld. Peter Odemwingie skoraði fimmtán mörk fyrir West Brom liðið á síðustu leiktíð og á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Barcelona að skipuleggja heimkomuhátíð Fabregas um helgina

BBC hefur það eftir heimildarmönnum sínum í Barcelona að Evrópumeistararnir séu að undirbúa heimkomu Cesc Fabregas um helgina. Samkvæmt sömu heimildum eru nú 99 prósent líkur á því að Barcelona gangi frá kaupunum á Cesc frá Arsenal fyrir 35 milljónir punda.

Hargreaves með tilboð í höndunum frá WBA

Owen Hargreaves, landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, stendur til boða samningur hjá West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Hargreaves, sem glímt hefur við meiðsli undanfarin ár, fékk ekki nýjan samning hjá Manchester United í vor.

Fabregas og Nasri hvorugur í hópi Arsenal á morgun

Arsene Wenger hefur hvorki valið Cesc Fabregas né Samir Nasri í leikmannahóp Arsenal sem mætir Newcastle á St. James' Park á morgun. Franski knattspyrnustjórinn segir það þó eiga sér eðlilegar skýringar.

Liverpool sækir Exeter heim í deildabikarnum

Í gær var dregið í 2. umferð í enska deildabikarnum í knattspyrnu. Ellefu úrvalsdeildarlið komu inn í umferðina, þar á meðal Liverpool sem sækir Exeter heim.

Úttekt BBC: Engin hefur búið til fleiri færi en Fabregas

David Ornstein, blaðamaður á BBC, skrifaði í dag grein á heimasíðu BBC, þar sem að hann fór yfir það hversu mikið Cesc Fabregas hefur gert fyrir Arsenal-liðið á undanförnum fimm árum. Mikilvægi Fabregas sést þar vel, bæði á gengi Arsenal án hans sem og á hversu mörg færi hann skapar fyrir liðsfélaga sína.

Bolton í viðræðum við City um kaup á Wright-Phillips

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, hefur staðfest viðræður félagsins við Manchester City um vistaskipti kantmannsins Shaun Wright-Phillips. Vikulaun Wright-Phillips hjá Manchester City eru hærri en Bolton eru tilbúnir að greiða. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Enrique á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Enskir vefmiðlar greina frá því að Liverpool og Newcastle hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á vinstri bakverðinum Jose Enrique. Talið er að kaupverðið sé sex milljónir punda eða sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna.

Viðureign Tottenham og Everton frestað - óvíst með aðra leiki

Tekin hefur verið ákvörðun að fresta viðureign Tottenham og Everton sem fram átti að fara á White Hart Lane í Lundúnum um helgina. Hvort aðrir leikir fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildinnar fari fram á fyrirhuguðum tíma á eftir að koma í ljós.

Dalglish vonast eftir góðri hegðun stuðningsmanna Sunderland

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ástæðulaust fyrir stuðningsmenn Sunderland að baula á Jordan Henderson. Líklegt er að Henderson, sem gekk til liðs við Liverpool frá Sunderland í sumar, verði í liðinu á Anfield á laugardag.

Grétar Rafn: Deildin hefur aldrei verið sterkari

Grétar Rafn Steinsson er að hefja sitt fjórða heila keppnistímabil með Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir Bolton með sterkt byrjunarlið en að félagið þurfi fleiri leikmenn. Grétari líður mjög vel hjá Bolton.

Sjá næstu 50 fréttir