Enski boltinn

Reading vann góðan sigur á Leicester

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robson-Kanu skoraði fyrir Reading í dag.
Robson-Kanu skoraði fyrir Reading í dag. Mynd. / Getty Images
Fjölmargir leikir fóru fram í ensku Championsship-deildinni í dag en þar ber helst að nefna að Reading vann frábæran sigur, 2-0, gegn Leicester á útivelli.

West Ham United unnu Doncaster 1-0 með marki frá Kevin Nolan. Portsmouth tapaði fyrir Brighton 1-0 á heimavelli en Hermann Hreiðarsson var í byrjunarliði Portsmouth, en fór af velli í síðari hálfleik.

Hull City bar sigur úr býtum gegn Ipswich, 1-0, en Ívar Ingimarsson var ekki í hóp hjá Ipswich vegna meiðsla.

Úrslit dagsins: 

Barnsley 0 - 1 Southampton

Birmingham C. 1 - 0 Coventry C.

Crystal Palace 2 - 0 Burnley

Doncaster R. 0 - 1 West Ham U.

Ipswich T. 0 - 1 Hull C.

Leeds U. 0 - 1 Middlesbrough

Leicester C. 0 - 2 Reading

Millwall 2 - 0 Nottingham F.

Portsmouth 0 - 1 Brighton & Hove A.

Watford 0 - 1 Derby County




Fleiri fréttir

Sjá meira


×