Enski boltinn

Cardiff sigraði örugglega - Aron fór meiddur af velli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mark Hudson skoraði fyrir Cardiff í dag.
Mark Hudson skoraði fyrir Cardiff í dag. Mynd. / Getty Images
Cardiff bar sigur úr býtum gegn Bristol City, 3-1, í ensku Championsship-deildinni í dag, en Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliðið Cardiff í dag.

Aron þurfti aftur á móti að fara af leikvelli eftir aðeins tíu mínútna eftir að leikmaðurinn meiddist. Cardiff skoraði öll mörkin þrjú í fyrri hálfleik en þeir Mark Hudson, Craig Conway og Rob Earnshaw skoruðu sitt markið hver.

Blackpool sigraði Peterbrough á heimavelli, 2-1, en Kevin Phillips skoraði bæði mörkin fyrir Blackpool.

Cardiff hefur unnið báða leiki sína í deildinni og eru því með 6 stig í efsta sæti deildarinnar ásamt nokkrum liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×