Fleiri fréttir

Roy Hodgson: Ég og Kenny höfum aldrei verið miklir vinir

Roy Hodgson, núverandi stjóri West Bromwich Albion og fyrrum stjóri Liverpool, hefur tjáð sig aðeins um samskipti sín og Kenny Dalglish í aðdraganda leiks West Brom og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Rio Ferdinand er aftur byrjaður að æfa með Manchester United

Rio Ferdinand hefur gefið Manchester United von um að hann spili eitthvað meira með liðinu á þessu tímabili en Rio er nú byrjaður að æfa aftur með félögum sínum í United. Það eru líkur á því að Rio verði með á móti Fulham seinna í þessum mánuði.

Allir sex með Arsenal-liðinu á morgun

Cesc Fábregas, Robin van Persie, Theo Walcott, Alex Song, Abou Diaby og Nicklas Bendtner verða allir með Arsenal-liðinu þegar liðið fær Blackburn Rovers í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á morgun en Aaron Ramsey er hinsvegar frá vegna nárameiðsla.

United fær brasilískan táning að láni

Táningurinn Rafael Leao hefur verið lánaður til Manchester United til loka tímabilsins. Hann er sautján ára gamall og kemur frá Desportivo Brasil í Brasilíu.

Van Der Vaart: Slakir gegn verri liðunum

Rafael van der Vaart segir að það sé heimskulegt af Tottenham að liðið hafi tapað stigum gegn lakari liðum ensku úrvalsdeildarinnar að undanförnu og að það verði að laga.

Nani og Anderson eru verst klæddir hjá Man. Utd

Leikmenn Man. Utd hafa haft þá hefð í búningsklefanum að velja verst klædda leikmann liðsins á hverju tímabili. Gary Neville hefur oftar en ekki rúllað þessari keppni upp en þar sem hann er úr myndinni er slagurinn afar harður í ár.

Ledley King þarf að fara í aðgerð

Óheppnin eltir Ledley King á röndum. Nú þarf hann að fara í aðgerð vegna meiðsla á nára og verður hann því frá til loka tímabilsins.

Pires ætlar ekki að hætta strax

Hinn 37 ára gamli Robert Pires hefur ekki hug á því að hætta knattspyrnuiðkun eftir að tímabilinu lýkur í Englandi í vor.

Lukaku fer líklega til Englands

Herman van Holsbeeck, framkvæmdarstjóri belgíska félagsins Anderlecht, telur líklegt að hinn bráðefnilegi Romelu Lukaku muni næst spila í ensku úrvalsdeildinni.

Wilshere að verða pabbi

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, á von á barni með sinni fyrrverandi kærustu síðar á þessu ári.

Balotelli sektaður fyrir slæma hegðun

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Manchester City sekta Mario Balotelli um vikulaun, alls 100 þúsund pund, auk þess sem að félagið mun gefa honum formlega aðvörun vegna slæmrar hegðunar.

Gerrard byrjaður að æfa á nýjan leik

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á nýjan leik með Liverpool. Hann hefur verið frá síðan hann lagðist undir hnífinn 10. mars síðastliðinn.

Lucas búinn að gera nýjan samning við Liverpool

Lucas Leiva, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, er búinn að framlengja samning sinn við félagið en hann er búinn að vera á Anfield frá því í júlí 2007. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var mjög ánægður með fréttirnar.

Ferguson: Lundúnir fara á annan endann

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur varað við því að allt muni fara á annan endann í Lundúnum helgina sem báðir undanúrslitaleikirnir fara fram í ensku bikarkeppninni.

Robin van Persie kemur enn á ný meiddur úr landsliðsverkefni

Arsenal-maðurinn Robin van Persie snýr enn á ný haltur úr landsliðsverkefni með Hollendingum en hann meiddist í 5-3 sigri á Ungverjum í undankeppni EM í gær. Van Persie skoraði fyrsta markið í leiknum en þurfti síðan að yfirgefa völlinn rétt fyrir hálfleik.

Ferguson: Einn titill nóg

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að tímabilið myndi vera vel heppnað þó svo að liðinu myndi takast að vinna aðeins einn titil á árinu.

Xavi: Cesc vill koma til Barcelona

Xavi, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, segir að Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, vilji ganga til liðs við Börsunga.

Ferguson ánægður með endurkomu Valencia

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur lýst yfir ánægju sinni með að Antonio Valencia sé aftur byrjaður að spila með liðinu eftir meiðsli.

Bale byrjaður að æfa á ný

Gareth Bale byrjaði að æfa á ný með Tottenham eftir að hann meiddist lítillega aftan í læri í síðustu viku.

Richards missir af undanúrslitaleiknum

Það er ljóst að varnaramaðurinn Micah Richards hjá Manchester City mun missa af leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar þann 16. apríl.

Neymar: Alla dreymir um að koma til Chelsea

Brasilíumaðurinn Neymar, sem skoraði bæði mörk sinna manna í 2-0 sigri á Skotum í vináttulandsleik um helgina, segir vel koma til greina að ganga til liðs við Chelsea í Englandi.

Van der Vaart líkir Mourinho við Redknapp

Rafael van der Vaart, sem slegið hefur í gegn með Tottenham, segir að það sé margt líkt með Harry Redknapp, stjóra sínum hjá Tottenham og Jose Mourinho hjá Real Madrid.

Blackburn vill fá Van Nistelrooy

Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að fá Hollendinginn Ruud van Nistelrooy í sínar raðir.

Scott Parker: Vonast eftir fleiri tækifærum

Enski landsliðsmaðurinn, Scott Parker, vonast eftir að fá fleiri tækifæri hjá landsliðsþjálfaranum Fabio Capello. Parker lék virkilega vel gegn Wales í gær og hefur átt stórkostlegt tímabil hjá félagsliði sínu West Ham.

Lucas: Sumir stuðningsmenn voru augljóslega ekki ánægðir með mig

Lucas, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, segist vera ánægður á Anfield en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á sinn leik síðan að hann kom frá Gremio. Lucas hefur verið að komast betur inn í enska boltann og er nú í stóru hlutverki á miðju liðsins.

Ferguson: Ungu strákarnir eiga eftir að koma til baka

Hin margreyndi knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, ætlar sér að kalla til baka þá leikmenn sem hann sendi á lán fyrir þetta tímabil. Danny Welbeck hefur átt virkilega gott tímabil með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og Federico Macheda leikur með Sampdoria í ítölsku A-deildinni, en Ferguson telur að þeir eigi sér framtíð hjá Manchester United.

Van Nistelrooy vill komast aftur í enska boltann

Ruud van Nistelrooy, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður þýska liðsins Hamburger SV, segir að það komi vel til greina að fara aftur til Englands í sumar. Van Nistelrooy er orðinn 34 ára gamall en hann er með lausan samning eftir þetta tímabil.

Gerrard: Ég fer að æfa aftur á fullu eftir 3 til 4 daga

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur sett stefnuna á það að spila næsta leik Liverpool sem er á móti West Bromwich Albion um næstu helgi. Gerrard meiddist á nára í byrjun mars og það var upphaflega talið að hann yrði frá í heilan mánuð.

Daily Mirror: Newcastle vill fá Kolbein til að fylla skarð Carroll

Kolbeinn Sigþórsson gæti verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina í fótbolta á næstunni því enska blaðið Daily Mirror sló því upp í morgun að Newcastle vilji fá íslenska landsliðsmanninn til þess að fylla skarð Andy Carroll sem félagið seldi til Liverpool fyrir 35 milljónir punda á dögunum.

Bent: Ég er búinn að launa Capello traustið

Darren Bent var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englendinga í sigrinum á Wales í Cardiff í gær en hann var fremsti maðurinn í nýju 4-3-3 leikkerfi þjálfarans Fabio Capello. Það bjuggust allir að Andy Carroll myndi byrja við hlið Wayne Rooney og Jermain Defoe var einnig talinn vera á undan í goggunarröðinni.

Sjá næstu 50 fréttir