Enski boltinn

Beckham gæti leikið gegn Man. Utd næsta sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Beckham.
David Beckham.
David Beckham mun hugsanlega fá tækifæri til þess að spila gegn sínu gamla félagi, Man. Utd, næsta sumar.

Man. Utd mun nefnilega spila gegn stjörnuliði MLS-deildarinnar í Ameríkuferð sinni næsta sumar og má telja ansi líklegt að Beckham verði í því liði svo lengi sem hann sé heill heilsu.

Leikurinn fer fram í Red Bull Arena í New Jersey þann 27. júlí.

Beckham gat ekki spilað með LA Galaxy gegn Man. Utd síðasta sumar þar sem hann var meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×