Enski boltinn

Gerrard: Ég fer að æfa aftur á fullu eftir 3 til 4 daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur sett stefnuna á það að spila næsta leik Liverpool sem er á móti West Bromwich Albion um næstu helgi. Gerrard meiddist á nára í byrjun mars og það var upphaflega talið að hann yrði frá í heilan mánuð.

„Þetta lítur vel út. Ég fer væntanlega að æfa á fullu eftir þrjá til fjóra daga svo vonandi fær ég að vera með á móti West Brom. Þetta fer mikið eftir því hvernig næstu þrír til fjórir dagar þróast," sagði Gerrard í viðtali við Sky Sports.

„Það versta við fótboltann er að meiðast. Það er mjög pirrandi að missa af leik eins og þann við Wales á Millennium leikvanginum. Þetta var frábær leikur," sagði Gerrard.

„Ég get vonandi verið með í næsta leik í undankeppninni á móti Sviss í sumar. Það eru líka stórir leikir eftir á þessu tímabili. Maður vill ekki missa af mörgum leikjum og gerir því allt sem maður getur til þess að koma til baka sem fyrst," sagði Gerrard.

Gerrard hefur skorað 8 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 24 leikjum með Liverpool á tímabilinu í öllum keppnum en þar af eru 4 mörk og 6 stoðsendingar í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×