Enski boltinn

Enskir knattspyrnumenn óðir í fatalínu Liam

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fatastíll Liam þykir skemmtilegur.
Fatastíll Liam þykir skemmtilegur.
Söngvarinn óstýriláti frá Manchester, Liam Gallagher, er að gera það gott þessa dagana með fatalínunni sinni sem heitir Pretty Green.

Fatnaðurinn hans er að slá í gegn víða og þar á meðal hjá enskum knattspyrnumönnum.

Fjölmargir þeirra hafa sést í klæðnaði frá Gallagher upp á síðkastið.

Stærstu aðdáendurnir eru þó líklega þeir Joe Cole og David Bentley en þeir sjást vart í öðru en klæðnaði frá þessum fyrrum söngvara Oasis og núverandi söngvara Beady Eye.

Það gleður þó Gallagher eflaust lítið enda glerharður stuðningsmaður Man. City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×