Enski boltinn

Ledley King þarf að fara í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ledley King í leik með enska landsliðinu á HM síðastliðið sumar.
Ledley King í leik með enska landsliðinu á HM síðastliðið sumar. Nordic Photos / Getty Images
Óheppnin eltir Ledley King á röndum. Nú þarf hann að fara í aðgerð vegna meiðsla á nára og verður hann því frá til loka tímabilsins.

King hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða á sínum ferli og voru því þessi meiðsli ekki til að bæta úr skák. Hann hefur verið frá síðan í október vegna nárameiðslanna.

Fram undan er lokaspretturinn í ensku úrvalsdeildinni þar sem að Tottenham er að berjast um fjórða sætið auk þess sem að liðið mætir Real Madrid í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

King er einn fjögurra miðvarða sem eru meiddir hjá Tottenham um þessar mundir. Hinir eru Younes Kaboul, Jonathan Woodgate og William Gallas. Sá síðastnefndi gæti þó náð sér fljótt aftur.

Þeir sem eru leikfærir eru þeir Michael Dawson og Sebastien Bassong. „Við hófum tímabilið með sex miðverði en nú erum við með tvo,“ sagði Harry Redknapp, stjóri liðsins, við enska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×