Enski boltinn

Ferguson: Ungu strákarnir eiga eftir að koma til baka

Stefán Árni Pálsson skrifar
Federico Macheda mun líklega spila aftur fyrir Man. Utd. Mynd / Getty Images
Federico Macheda mun líklega spila aftur fyrir Man. Utd. Mynd / Getty Images
Hin margreyndi knattspyrnustjóri Manchester United, Alex Ferguson, ætlar sér að kalla til baka þá leikmenn sem hann sendi á lán fyrir þetta tímabil. Danny Welbeck hefur átt virkilega gott tímabil með Sunderland í ensku úrvalsdeildinni og Federico Macheda leikur með Sampdoria í ítölsku A-deildinni, en Ferguson telur að þeir eigi sér framtíð hjá Manchester United.

 

,,Ég mun kalla þá til baka fyrir næstu leiktíð og þá eiga þeir eftir að spila nokkuð stórt hlutverk hjá liðinu," sagði Ferguson.

 

,,Það hefur alltaf reynst okkur vel að lána leikmenn til annara liða, þar fá þeir þá reynslu sem er nauðsynleg í eins stórum klúbb og Manchester United. Þessir strákar eru hluti af þeirri uppbyggingu sem við höfum staðið fyrir undanfarin ár og eiga allir eftir að fá tækifærið, en ég mun alltaf lána leikmenn," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×