Enski boltinn

Nani og Anderson eru verst klæddir hjá Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nani og Anderson fá ekki að velja sér föt á ferðalögum með Man. Utd. Ronaldo þótti einnig hafa skelfilegan fatasmekk.
Nani og Anderson fá ekki að velja sér föt á ferðalögum með Man. Utd. Ronaldo þótti einnig hafa skelfilegan fatasmekk.
Leikmenn Man. Utd hafa haft þá hefð í búningsklefanum að velja verst klædda leikmann liðsins á hverju tímabili. Gary Neville hefur oftar en ekki rúllað þessari keppni upp en þar sem hann er úr myndinni er slagurinn afar harður í ár.

Neville átti það til að mæta í leðurjakka af pabba sínum, Neville Neville, og í gallabuxum sem hann virtist hafa keypt af Bon Jovi.

Þeir sem helst koma til greina að þessu sinni eru Portúgalinn Nani eða Brasilíumaðurinn Anderson. Báðir þykja hafa einstaklega vondan fatasmekk.

"Anderson á að fá verðlaunin að mínu mati. Hann mætir venjulega í inniskóm en fer á sandölum," sagði Wes Brown og Wayne Rooney bætti við. "Inniskórnir hans eru í stíl Homer Simpson."

Michael Carrick vill þó gefa Nani verðlaunin.

"Hann mætti einu sinni í gulum og bláum æfingagalla sem mátti snúa við. Æfingaskórnir voru í stíl. Það er líklega versta samsetning sem ég hef séð um ævina," sagði Carrick.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×