Enski boltinn

Blackburn vill fá Van Nistelrooy

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ruud van Nistelrooy.
Ruud van Nistelrooy. Nordic Photos / Bongarts
Steve Kean, stjóri Blackburn, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að fá Hollendinginn Ruud van Nistelrooy í sínar raðir.

Van Nistelrooy er á mála hjá Hamburg en samningur hans rennur út í lok tímabilsins.

Sjálfur hefur hann sagt að hann vilji gjarnan snúa aftur til Englands en þar spilaði hann með Manchester United við góðan orðstír.

„Já, ég get staðfest að við höfum áhuga á honum," sagði Kean í samtali við enska fjölmiðla.

Blackburn er sem stendur í þrettánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en félagið fékk nýja eigendur nú í vetur sem eru sagðir vilja styrkja liðið fyrir næsta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×