Enski boltinn

Ferguson: Við eigum rétt á að tjá okkur um dómgæslu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hann og kollegar síni eigi rétt á því að tjá sig um dómgæslu í sínum knattspyrnuleikjum á sanngjarnan máta.

Ferguson var nýverið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að gagnrýna störf dómara og hann var þar að auki sektaður um 30 þúsund pund.

„Ef maður segir álit sitt á dómgæslunni verður það yfirleitt til vandræða. Enska knattspyrnusambandið styður sína dómara mjög mikið," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Ég er algjörlega sammála því á vissan máta en sanngirni þarf líka að ríkja í þessu málum."

„Í síðustu leikjum hafa sumar ákvarðanir sem hafa verið teknar verið afar ósanngjarnar í okkar garð en það þýðir ekki að vera með ofsóknaræði."

Ferguson ákvað að áfrýja ekki dómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×