Enski boltinn

Gerrard byrjaður að æfa á nýjan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerrard er farinn að æfa og frekari tískusýningar verða því að bíða betri tíma.
Gerrard er farinn að æfa og frekari tískusýningar verða því að bíða betri tíma.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á nýjan leik með Liverpool. Hann hefur verið frá síðan hann lagðist undir hnífinn 10. mars síðastliðinn.

Nú er því spáð að hann gæti spilað með Liverpool gegn WBA um helgina. Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að Gerrard sé á afar góðum batavegi.

"Þetta gengur allt virkilega vel hjá honum. Hann hefur lagt mikið á sig til þess að vera kominn á góðan stað í dag," sagði Skotinn.

Því miður fyrir Liverpool-menn er ekki sömu sögu að segja af Fabio Aurelio og Martin Kelly en þeir eiga báður nokkuð í land.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×