Enski boltinn

Lucas: Sumir stuðningsmenn voru augljóslega ekki ánægðir með mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lucas og Raul Meireles.
Lucas og Raul Meireles. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lucas, brasilíski miðjumaðurinn hjá Liverpool, segist vera ánægður á Anfield en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á sinn leik síðan að hann kom frá Gremio. Lucas hefur verið að komast betur inn í enska boltann og er nú í stóru hlutverki á miðju liðsins.

„Ég hef enga ástæðu fyrir því að fara frá Liverpool og ég vona að félagið sjái þetta með sömu augum. Það yrði frábært að spila með Liverpool í Meistaradeildinni og ég sér ekkert því til fyrirstöðu að við komust þangað aftur," sagði Lucas í viðtali við Sky Sports.

„Við höfum samheldinn leikmannahóp og allir eru staðráðnir í að koma félaginu þangað sem það á skilið að vera," segir Lucas.

Lucas kom í ensku deildina 20 ára gamall og fannst hann ekki fá sanngjarnar móttökur í byrjun.

„Þetta leit ekki vel út í byrjun og sumir stuðningsmenn voru augljóslega ekki ánægðir með mig. Fólk verður samt að átta sig á heildarmyndinni. Ég var að koma í nýtt land og kynnast nýju tungumáli og nýrri menningu. Ég var líka bara tvítugur og að koma inn í eina erfuðustu deild í heimi," sagði Lucas.

„Kannski héldu allir að brasilískur miðjumaður myndi framkalla einhver töfrabrögð," sagði Lucas að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×