Enski boltinn

Kom ekkert annað til greina en að fara til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
David Luiz, brasilíski varnarmaðurinn sem hefur slegið í gegn með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hafi verið auðveld ákvörðun að ganga til liðs við félagið.

Chelsea keypti Luiz fyrir 21,2 milljónir punda frá Benfica í Portúgal í janúar síðastliðnum.

„Ég hefði getað farið til annarra félaga en metnaður Chelsea jafnast á við minn eigin metnað í fótboltanum,“ sagði Luiz við enska fjölmiðla.

„Um leið og ég vissi að þeir vildu fá mig vildi ég koma hingað. Liðið vill ná árangri og það eru margir frábærir leikmenn hér.“

„Góðir leikmenn gera mann sjálfan enn betri og með Chelsea fæ ég líka tækifæri til að spila gegn sumum af bestu leikmönnum heimsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×