Enski boltinn

Kári og félagar hafa ekki enn fengið laun á árinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik með  Plymouth í vetur.
Úr leik með Plymouth í vetur. Nordic Photos / Getty Images
Fjárhagsvandræðum enska C-deildarfélagsins Plymouth Argyle er ekki lokið en enn hefur ekki tekst að finna félaginu nýja eigendur.

Tveir aðilar eru sagðir hafa áhuga á að kaupa félagið en ekkert samkomulag liggur enn fyrir. Plymouth fór í greiðslustöðvun fyrr í þessum mánuði en það skuldar um þrettán milljónir punda.

Leikmenn félagsins, þeirra á meðal Kári Árnason, hafa ekki enn fengið greidd laun á þessu ári og hefur þurft að stóla á lán frá samtökum atvinnknattspyrnumanna í Englandi til að brúa bilið.

Peter Ridsdale er fjárhagsráðgjafi félagsins en hann segir að minnka þurfi skuldir félagsins til að gera yfirtöku á félaginu viðráðanlega fyrir áhugasama kaupendur.

Plymouth er sem stendur í neðsta sæti ensku C-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×