Enski boltinn

Robin van Persie kemur enn á ný meiddur úr landsliðsverkefni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie.
Robin van Persie. Mynd/AFP
Arsenal-maðurinn Robin van Persie snýr enn á ný haltur úr landsliðsverkefni með Hollendingum en hann meiddist í 5-3 sigri á Ungverjum í undankeppni EM í gær. Van Persie skoraði fyrsta markið í leiknum en þurfti síðan að yfirgefa völlinn rétt fyrir hálfleik.

Bert van Marwijk, þjálfari hollenska liðsins, sagði að Van Persie hafi fengið hné í læri en læknalið Arsenal ætlar að skoða hann betur þegar hann mætir aftur til Lundúna í dag.

Robin van Persie hefur skorað 11 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er markahæsti leikmaður Arsenal á tímabilinu. Hann missti fimm mánuði af síðasta tímabili vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í landsleik og hann var einnig meiddur í langan tíma fyrr á þessu tímabili.

Arsenal er fimm stigum á eftir toppliði Manchester United en á leik inni. Arsenal mætir Blackburn í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×