Enski boltinn

Benayoun ánægður með að vera kominn aftur á ferðina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benayoun í leik með ísraelska landsliðinu.
Benayoun í leik með ísraelska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Yossi Benayoun, leikmaður Chelsea, er byrjaður að spila á ný en hann hefur verið frá síðan í október er hann gekkst undir aðgerð vegna hnémeiðsla.

Hann byrjaði að æfa fyrir nokkrum vikum og spilaði með landsliði Ísrael gegn Georgíu í undankeppni EM 2012 á dögunum. Benayoun spilaði síðustu 20 mínútur leiksins.

„Ég var mjög ánægður þegar þjálfarinn sagði að ég gæti spilað á ný,“ sagði Benayoun. „Ég veit að ég hefði ekki getað spilað heilan leik en ég hafði góða tilfinningu fyrir því að spila í 20-30 mínútur.“

„Ég get svo ekki byrjað eftir því að vera í byrjunarliðinu á nýjan leik.“

Þetta eru góðar fréttir fyrir Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, enda mikilvægur lokasprettur fram undan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×