Enski boltinn

Van der Vaart líkir Mourinho við Redknapp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rafael van der Vaart, sem slegið hefur í gegn með Tottenham, segir að það sé margt líkt með Harry Redknapp, stjóra sínum hjá Tottenham og Jose Mourinho hjá Real Madrid.

Van der Vaart var í stuttan tíma hjá Mourinho áður en hann fór frá Real til Tottenham í lok ágústmánaðar á síðasta ári en þessi tvö lið munu einmitt mætast í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Ég elska hvernig Madrid spilar,“ sagði van der Vaart við spænska fjölmiðla. „Liðinu hefur gengið mjög vel á leiktíðinni. Mourinho er sú tegund af þjálfara sem leikmenn vilja spila fyrir og Redknapp er svipaður. Þeir eru báðir mjög góðir og vita hvernig á að nálgast leikmannahópinn. Leikmenn vilja vinna leiki fyrir þá.“

Van der Vaart segir að hann hafi verið reiður þegar ákveðið var að selja hann frá Real Madrid.

„Ég var í miklu sambandi við Mourinho á undirbúningstímabilinu. Hann er sérstakur þjálfari og sá besti í heiminum.“

„En ég vildi spila hvern einasta leik og það eru margir sérstakir leikmenn hjá Real. Ég er 28 ára gamall og þarf að spila marga leiki. Ég er mjög ánægður hjá Tottenahm og mér líkar vel við Lundúnir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×