Enski boltinn

Bale byrjaður að æfa á ný

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gareth Bale byrjaði að æfa á ný með Tottenham eftir að hann meiddist lítillega aftan í læri í síðustu viku.

Bale þurfti að draga sig úr landsliðshópi Wales sem mætti Englandi um helgina en síðarnefnda liðið vann leikinn, 2-0.

Tottenham mætir Real Madrid í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu og verður fyrri leikur liðanna á þriðjudaginn í næstu viku. Bale er nú í kapphlaupi við tímann að ná þeim leik.

Félagið hefur nú greint frá því að Bale þurfi um 7-10 daga til að ná sér af meiðslunum. Vel verður fylgst með honum í vikunni og kemur það væntanlega í ljós eftir því sem nær dregur leiknum mikilvæga hvort Bale muni verða leikfær í tæka tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×