Enski boltinn

Bent: Ég er búinn að launa Capello traustið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darren Bent skorar markið sitt í gær.
Darren Bent skorar markið sitt í gær. Mynd/AP
Darren Bent var nokkuð óvænt í byrjunarliði Englendinga í sigrinum á Wales í Cardiff í gær en hann var fremsti maðurinn í nýju 4-3-3 leikkerfi þjálfarans Fabio Capello. Það bjuggust allir að Andy Carroll myndi byrja við hlið Wayne Rooney og Jermain Defoe var einnig talinn vera á undan í goggunarröðinni.

„Ég er búinn að vera bíða eftir þessu síðan ég fékk mitt fyrsta tækifæri árið 2005. Þetta er búin að vera löng bið en nú er ég loksins að fá að spila og ég ætla mér að nýta það," sagði Darren Bent sem er búinn að skora þrjú mörk fyrir enska landsliðið á þessu tímbili.

„Ég veit ekkert um það hvort alþjóðlegi boltinn sé eitthvað orðinn auðveldari en Fabio trúði á mig og ég er mjög ánægður með hafa launað honum traustið með því að skora," sagði Darren Bent.

„Það voru allir að tala um það að Andy Carroll eða Jermain Defoe myndu byrja og ég bjóst ekki við að byrja þennan leik. En þjálfarinn valdi mig, stóð við bakið á mér og ég náði að nýta tækifærið og skora," sagði Darren Bent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×