Fleiri fréttir

Kelly ekki með Liverpool á móti United og Meireles tæpur

Hinn ungi Martin Kelly hefur slegið í gegn hjá Liverpool í vetur en hann verður ekki með næstu vikurnar eftir að hann meiddist aftan í læri í tapinu á móti West Ham á sunnudaginn. Kelly missir örugglega af leiknum á móti Manchester United um næstu helgi.

Ancelotti segist enn vera með fulla stjórn á leikmönnum Chelsea

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að það séu engin agavandmál innan Chelsea-liðsins og að hann hafi fulla stjórn á leikmannahópi liðsins. Ítalinn hefur stutt við bakið á Ashley Cole eftir að upp komst að bakvörðurinn hafði óvart skotið á lærling með loftbyssu á æfingsvæði Chelsea.

AC Milan vann toppslaginn

AC Milan vann í kvöld góðan og mikilvægan sigur á Napoli í toppslag ítölsku úrvlasdeildarinnar, 3-0.

Jermaine Defoe meiddist í æfingabúðum

Jermain Defoe, framherji Tottenham meiddist í dag í æfingabúðum liðsins í Dubai. Óvíst er hversu lengi hann verður frá en hann meiddist á ökkla síðastliðið haust þegar hann skoraði þrennu í landsleik með Englandi og var þá frá í átta vikur.

Heiðar í liði vikunnar

Heiðar Helguson var í dag valinn í lið vikunnar í ensku B-deildinni af forráðamönnum deildarinnar. Heiðar skoraði tvö mörk í 3-0 sigri QPR á Middlesbrough um helgina.

David Moyes: Arteta er okkar Iniesta

Enska úrvaldeildarliðið Everton virðist vera hægt og bítandi að komast á skrið. Liðið hóf tímabilið illa og margir lykilleikmenn liðsins áttu erfitt með að fóta sig. Everton vann mikilvægan sigur gegn Sunderland ,2-0, um helgina og þar sást til nokkurra kunnuglegra andlita.

Berbatov og Tevéz eru í algjörum sérflokki

Dimitar Berbatov, framherji Manchester United er markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 19 mörk. Búlgarinn, sem er 29 ára gamall skoraði 12 deildarmörk á síðustu leiktíð í 33 leikjum en hann hefur leikið 24 leiki á þessari leiktíð. Hann skoraði "aðeins“ 9 deildar mörk á sínu fyrsta tímabili 2008-2009.

Kaká enn og aftur orðaður við Chelsea og Man City

Brasilíumaðurinn Kaká virðist ekki eiga mikla framtíð hjá Real Madrid á Spáni og hefur hann verið orðaður við flest stórlið Evrópu að undanförnu. Jose Mourinho knattspyrnustjóri hefur ekki mikinn áhuga á að halda í Kaká og er hann sagður á förum til Chelsea eða Manchester City.

Fær Dalglish tveggja ára samning í sextugsafmælisgjöf?

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool verður sextugur á föstudaginn og svo gæti farið að eigendur liðsins færi honum afmælisgjöf sem gæti glatt stuðningsmenn liðsins verulega. Dalglish gæti skrifað undir nýjan samning við félagið til tveggja ára en hann tók við knattspyrnustjórastöðunni í janúar þegar Roy Hodgson var rekinn frá félaginu eftir skamma dvöl í því starfi.

Wayne Rooney sleppur við bann

Wayne Rooney, framherji Manchester United, verður ekki til umfjöllunar hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leiknum gegn Wigan á laugardaginn. Rooney gaf James McCarthy olnbogaskot í leiknum en þar sem að dómari leiksins gaf honum ekki gult spjald fyrir þetta brot fer málið ekki inn á borð hjá aganefndinni.

Steven Gerrard hefur tröllatrú á Luis Suarez

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool segir að framherjinn Luis Suarez eigi eftir að láta að sér kveða á næstu vikum – en Gerrard telur að landsliðsmaðurinn frá Úrúgvæ þurfi aðeins lengri tíma til þess að aðlagast hraðanum í ensku úrvalsdeildinni. Suarez var keyptur til Liverpool fyrir 23 milljónir punda í janúar eða 4,3 milljarða kr. og skoraði hann í fyrsta leiknum gegn Stoke.

Mancini gagnrýnir hugarfarið hjá Balotelli, Tevéz og Dzeko

Ítalinn Roberto Mancini knattspyrnustjóri Manchester City er allt annað en ánægður með framherja liðsins og gagnrýndi hann Mario Balotelli, Carlos Tevéz og Edin Dzeko eftir 1-1 jafntefli liðsins í gær gegn Fulham. Balotelli skoraði mark City en Mancini segir að leikmaðurinn eigi að geta leikið mun betur og það sama gildi um Tevéz og Dzeko.

Ashley Cole ætlar ekki að biðjast afsökunar

Enski landsliðsmaðurinn Ashley Cole ætlar ekki að biðjast afsökunar á því að hafa skotið með loftriffli í starfsmann Chelsea á æfingasvæði félagsins á dögunum. Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Cole lögmenn Cole og Chelsea hafi ráðlagt leikmanninum að tjá sig ekki um málið vegna væntanlegrar lögsóknar frá starfsmanninum Tom Cowan.

Enski boltinn: Mörkin úr leik West Ham og Liverpool

Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þar sem að 3-1 sigur botnliðs West Ham gegn Liverpool bar hæst. Manchester City og Fulham gerðu 1-1 jafntefli og er hægt að sjá öll mörkin úr leikjunum á sjónvarpshlutanum á visir.is. Umferðinni lýkur í kvöld með leik Stoke og WBA.

Benitez segir framtíð sína í Englandi

Rafa Benitez, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool og Inter Milan, hefur hafnað þremur stjórastöðum á Spáni og vill næla sér í vinnu hjá stórum klúbbi í Englandi.

Campbell iðrast rauða spjaldsins

Framherjinn DJ Campbell hjá nýliðum Blackpool hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Wolves í gær. Campbell gaf Richard Stearman á lúðurinn í lok fyrri hálfleiks og er á leiðinni í þriggja leikja bann.

Mancini var að hefna sín á Hughes

Roberto Mancini, stjóri Man. City, og Mark Hughes, stjóri Fulham og fyrrum stjóri City, eru komnir í svakalegan sandkassaleik.

Wenger vonsvikinn og Van Persie meiddur

Arsene Wenger var vonsvikinn eftir að Arsenal missti af deildabikarmeistaratitlinum eftir 2-1 tap gegn Birmingham í dag. Obafemi Martins skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir ótrúlegt klúður í vörn Arsenal.

Ferguson segir bresku pressuna vilja hengja Rooney

Sir Alex Ferguson er allt annað en ánægður með þá umræðu að Wayne Rooney hafi átt að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot í leik gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni gær. Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var ósáttur með að Rooney skildi sleppa frá svörtu bók dómarans.

Martins: Auðveldasta markið á ferlinum

Obafemi Martins, framherji Birmingham, var í skýjunum með að hafa tryggt liðinu deildabikarmeistaratitilinn eftir 2-1 sigur á Arsenal í dag. Martins fékk væna aðstoð frá markverði og varnarmanni Arsenal en Wojciech Szczesny missti boltann frá sér á afar klaufalegan hátt.

Dalglish: Áttum ekki skilið að fá stig

Kenny Dalglish segir að sínir menn í Liverpool hafi ekki átt stig skilið en liðið tapaði fyrir West Ham, 3-1. Þetta var fyrsti ósigur Liverpool í átta leikjum.

Eiður Smári lék ellefu mínútur í jafntefli við City

Manchester City og Fulham gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum hjá Fulham en kom inn á sem varamaður fyrir Andy Johnson þegar ellefu mínútur voru eftir af leiknum og átti ágæta spretti.

Eiður og félagar í Fulham í flugháska

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Fulham lentu í óþægilegu atviki í flugvél á fimmtudaginn þegar liðið var á heimleið úr æfingaferð í Portúgal.

Nasri nálægt nýjum samningi hjá Arsenal

Franski miðvallaleikmaðurinn Samir Nasri er nálægt því að gera nýjan samning við Arsenal. Þessi 23 ára leikmaður á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal.

Rooney: Þetta er mitt lélegasta tímabil

Wayne Rooney, framherji Man. Utd, fer ekki í grafgötur með að núverandi tímabil sé hans lélegasta hjá félaginu. Hann hefur aldrei verið á betri launum en það verður seint sagt að hann sé að skila þeim peningum til baka.

Cole skaut starfsmann Chelsea með loftriffli

Ashley Cole ætlar að ganga illa að bæta ímynd sína í heimalandinu en nú hefur verið greint frá því að hann hafi skotið starfsmann Chelsea með loftriffli.

Enski boltinn: Öll mörkin úr leikjum dagsins á visir.is

Það var mikið skorað í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þar sem að Manchester United sigraði Wigan 4-0 á útivelli. Alls fóru fimm leikir fram í dag og öll mörkin eru nú aðgengileg á sjónvarpshlutanum á visir.is.

Heiðar skoraði tvívegis fyrir QPR í 3-0 sigri

Heiðar Helguson heldur áfram að skora í ensku 1. Deildinni í fótbolta en í dag skoraði Dalvíkingurinn tvívegis í 3-0 sigri QPR á útivelli gegn Middlesbrough. Heiðar skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á 40., og 61. mínútu.

Hernandez skorað tvívegis í 4-0 sigri Manchester United

Manchester United vann stórsigur á útivelli gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Javier Hernández kom Man Utd yfir með marki á 17. mínútu og hann bætti við öðru marki á 74., Wayne Rooney bætti því þriðja við á 84., og Da Silva skoraði fjórða markið þremur mínútum fyrir leikslok. Man Utd er með fjögurra stiga forskot á Arsenal en bæði liðin hafa leikið 27 leiki. Man Utd er með 60 stig en Arsenal er með 56.

Kuyt bjartsýnn á samstarfið við Suarez

Hollendingurinn Dirk Kuyt er afar ánægður með nýja framherjann Luis Suarez sem kom ti Liverpool á dögunum frá Ajax. Kuyt er þess fullviss um að þeir tveir geti myndað gott framherjapar hjá félaginu.

Steve Bruce búinn að skrifa undir nýjan samning

Steve Bruce, stjóri Sunderland, er búinn að framlengja samning sinn við félagið til ársins 2014. Bruce hefur setið í stjórastólnum á Stadium of Light síðan 2009 en hann kom þangað frá Wigan Athletic.

Ferguson: Annaðhvort Manchester United eða Arsenal verður meistari

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að baráttan um Englandsmeistaratitilinn standi núna bara á milli United og Arsenal. Hann sagði þetta á blaðamannafundi í dag fjórum dögum áður en United heimsækir Englandsmeistara Chelsea á Stamford Bridge.

Sjá næstu 50 fréttir