Enski boltinn

Mancini var að hefna sín á Hughes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hughes sendir Mancini tóninn í dag.
Hughes sendir Mancini tóninn í dag.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, og Mark Hughes, stjóri Fulham og fyrrum stjóri City, eru komnir í svakalegan sandkassaleik.

Mark Hughes brást hinn versti við í dag þegar Mancini neitaði að horfa í augun á honum er þeir heilsuðust eftir leik liðanna í dag.

Mancini hefur nú viðurkennt að þetta hafi verið hefnd frá því þeir mættust síðast í nóvember.

"Hann gerði það sama í London. Þá horfði hann ekki framan í mig er við heilsuðumst," sagði Mancini sem er 46 ára gamall. Hughes er ári eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×