Enski boltinn

Kuyt bjartsýnn á samstarfið við Suarez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kuyt og Suarez fagna saman.
Kuyt og Suarez fagna saman.
Hollendingurinn Dirk Kuyt er afar ánægður með nýja framherjann Luis Suarez sem kom ti Liverpool á dögunum frá Ajax. Kuyt er þess fullviss um að þeir tveir geti myndað gott framherjapar hjá félaginu.

"Við tölum sama tungumálið þar sem hann lék í Hollandi og það getur hjálpað til þar sem varnarmennirnir fatta ekki hvað við erum að tala um," sagði Kuyt.

"Ég veit ég get hjálpað honum og ég þekki hans leikstíl vel þar sem ég horfi mikið á hollenska boltann. Ég veit að samstarf okkar á bara eftir að batna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×