Fleiri fréttir

Kveikt í glæsibifreið Carroll

Andy Carroll, framherji Newcastle, á ekki sjö dagana sæla nú um mundir. Hans bíður dómur vegna slagsmála, það var verið að kæra hann fyrir að hafa lamið fyrrverandi kærustu og nú er búið að kveikja í bílnum hans.

Sunderland ætlar ekki að selja Bent

Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur sent út skýr skilaboð til annarra liða að það þýði ekkert að bera víurnar í Darren Bent. Hann verði ekki seldur.

Lou Macari: Verður erfitt fyrir Rooney

Lou Macari, fyrrum leikmaður Manchester United og einn helsti sérfræðingur MUTV-sjónvarsstöðvarinnar, segir að Wayne Rooney eigi mikla vinnu framundan ef hann ætlar sér að endurvinna traust liðsfélaga sinna og stuðningsmanna félagsins.

Rooney: Stjórinn sannfærði mig

Wayne Rooney, sem skrifaði undir fimm ára samning við Manchester United í dag, segir að það hafi verið Alex Ferguson sem hafi sannfært hann um að vera áfram hjá félaginu.

Rooney fer ekki neitt - skrifar undir fimm ára samning

Wayne Rooney mun skrifa undir fimm ára samning við lið Manchester United og hefur því eytt óvissunni sem skapaðist í vikunni. Þá upplýsti sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins að Rooney vildi yfirgefa félagið. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem endaði með því að Rooney hefur ákveðið að vera hjá liðinu næstu fimm árin.

Adebayor fær að spila gegn Arsenal

Emmanuel Adebayor, framherji Man. City, hóf loksins leiktíðina í gær er hann skoraði þrennu gegn Lech Poznan í Evrópudeildinni.

Mótmælt fyrir utan heimili Rooney

Lögreglan var kölluð að heimili Wayne Rooney eftur að um 30 manns mættu þangað til þess að mótmæla því að hann ætlaði að yfirgefa Man. Utd.

Defoe verður klár í næsta mánuði

Framherji Tottenham, Jermain Defoe, er á góðum batavegi eftir aðgerð á ökkla og í raun á undan áætlun. Hann gæti því verið kominn aftur á völlinn í næsta mánuði.

Tíu leikmenn á förum frá Man. Utd næsta sumar

Breska blaðið The Times segir að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætli að hrista rækilega upp í leikmannahópi sínum næsta sumar og búist við því að tíu leikmenn fái að fjúka.

Hvarflar ekki að Hodgson að hætta

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að sér detti ekki í hug að gefast upp hjá félaginu þó á móti blási. Hann ætli sér að vera lengi hjá félaginu.

Hodgson: Stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka

„Það var fullt af jákvæðum hlutum hjá okkur í þessum leik. Þetta var gott stig sem margir töldu að við kæmum ekki með til baka þar sem að það vantaði menn í liðið," sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool eftir markalaust jafntefli Liverpool í Napóli í dag en Liverpool lék án Steven Gerrard og Fernando Torres.

Leikmaður West Ham handtekinn

Manuel da Costa, leikmaður West Ham, hefur verið handtekinn þar sem hann er grunaður um kynferðislega áreitni.

Evra: Er hjá United til að vinna titla

Ummæli og framkoma Wayne Rooney fer vafalítið í taugarnar á samherjum hans hjá Man. Utd enda lítur Rooney svo á að þeir séu ekki nógu góðir til þess að vinna titla.

Rijkaard vill þjálfa á Englandi

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur sett stefnuna á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann er eftir þessa yfirlýsingu enn sterkar orðaður við Liverpool.

Rio og frú eiga von á sínu þriðja barni

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, hefur verið mikið meiddur síðustu mánuði. Hann hefur greinilega nýtt tímann utan vallar vel því hann á nú von á sínu þriðja barni.

Terry: Rooney er besti leikmaður heims

Leikmenn Chelsea keppast um þessa dagana að hampa Wayne Rooney og lýsa því yfir hversu ánægðir þeir yrðu ef Rooney kæmi til félagsins.

Það standa allir við bakið á Hodgson

Þó svo það gangi skelfilega hjá Liverpool stendur allt liðið þétt við bakið á stjóra liðsins, Roy Hodgson. Svo segir varnarmaðurinn Jamie Carragher.

Bale vill ekki fara frá Tottenham

Gareth Bale, vængmaður Tottenham, er að verða einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og þrennan frábæra gegn Inter í gær skaut honum enn hærra upp á stjörnuhimininn.

Lippi gæti þjálfað Heiðar

Flavio Briatore, annar eigandi QPR, hefur sett stefnuna á að fá Marcello Lippi, fyrrum landsliðsþjálfara Ítalíu, til félagsins takist því að komast upp í úrvalsdeildina.

Tveimur stjörnum frá titlinum

Harry Redknapp, stjóri Spurs, segir að sitt lið sé á hárréttri leið og þess sé ekki langt að bíða að Spurs muni berjast um titilinn.

Purslow hættir hjá Liverpool

Christian Purslow mun hætta sem framkvæmdastjóri félagsins á næstu dögum. Hann yfirgefur þó ekki félagið strax heldur verður hann hinum nýju eigendum félagsins innan handar til að byrja með.

Gazza fær hugsanlega fangelsisdóm

Paul Gascoigne er líklega á leið í steininn eftir að hafa viðurkennt að hafa ekið fullur. Áfengismagnið í Gazza var rúmlega fjórum sinnum meira en leyfilegt er.

Ancelotti vill ekki tjá sig um Rooney

Chelsea er eitt þeirra liða sem talið er hafa fjárhagslega burði til þess að kaupa Wayne Rooney. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, býst við síendurtekningum spurningum um Rooney næstu vikurnar.

Skemmdu heimavöll Napoli nokkrum dögum fyrir Liverpool-leikinn

Vandræðaunglingar gerðu Napólímönnum grikk á sunnudaginn þegar sex strákar brutust inn á San Paolo leikvanginn og stórskemmdu leikvöllin. Napoli tekur á móti Liverpool á fimmtudaginn í Evrópudeildinni og vonast heimamenn til þess að hægt verði að spila á vellinum.

Chelsea ætlar að reyna aftur við Torres

Chelsea hefur lengi verið á eftir spænska framherjanum Fernando Torres og ætlar að nýta sér niðursveifluna hjá Liverpool og gera tilboð í leikmanninn.

Ferguson: Rooney vill fara frá United

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur staðfest við MUTV að Wayne Rooney vilji fara frá félaginu. Samningaviðræður eru ekki í gangi og fátt sem bendir til annars en að Rooney sé á förum.

Ferguson verður í einkaviðtali á MUTV

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, mun rjúfa þögnina um Wayne Rooney á eftir. Þá mun hann setjast niður með sjónvarpsmanni sjónvarpsstöðvar Man. Utd og ræða um Rooney.

Sjá næstu 50 fréttir