Enski boltinn

Wenger bjartsýnn á að halda Fabregas næstu árin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vera vongóður um að geta haldið Cesc Fabregas hjá félaginu nokkur ár í viðbót.

Fabregas reyndi hvað hann gat að komast til Barcelona síðasta sumar en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann er samningsbundinn Arsenal til 2014.

Barcelona mun örugglega gera aðra tilraun til þess að kaupa hann næsta sumar.

"Strákurinn er frá Barcelona og hefur eðlilega áhuga á því að spila þar sem hann er alinn upp. Á endanum trúi ég líka því að hann vilji vinna titla með Arsenal. Ég veit ekki hversu lengi hann vill gera það en vonandi verður það í mörg ár. Ég er bjartsýnn á að halda honum hér næstu árin," sagði Wenger.

"Hann elskar Arsenal, trúið mér. Ef ekki þá væri hann löngu farinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×