Enski boltinn

Purslow hættir hjá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Purslow er á förum.
Purslow er á förum.

Christian Purslow mun hætta sem framkvæmdastjóri félagsins á næstu dögum. Hann yfirgefur þó ekki félagið strax heldur verður hann hinum nýju eigendum félagsins innan handar til að byrja með.

Purslow tók við starfinu af Rick Parry í júní árið 2009 og var settur í það að finna nýja eigendur að félaginu.

Rafa Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, var ekki par hrifinn af störfum Purslow og hefur verið ófeiminn við að senda honum kaldar kveðjur frá Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×