Enski boltinn

Ancelotti vill ekki tjá sig um Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea er eitt þeirra liða sem talið er hafa fjárhagslega burði til þess að kaupa Wayne Rooney. Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, býst við síendurtekningum spurningum um Rooney næstu vikurnar.

Hann vill aftur á móti ekki svara þeim spurningum og ætlar sér ekki að gera það.

"Ég held ég verði að svara þessum spurningum oft í framtíðinni. Mér hefur aldrei líkað það vel þegar þjálfarar ræða um leikmenn annarra liða svo ég ætla ekki að standa í slíku sjálfur," sagði Ancelotti.

"Ég ber virðingu fyrir Man. Utd og Sir Alex Ferguson. Þetta er þeirra vandamál og ég vil ekki tjá mig um það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×