Enski boltinn

Hvarflar ekki að Hodgson að hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segir að sér detti ekki í hug að gefast upp hjá félaginu þó á móti blási. Hann ætli sér að vera lengi hjá félaginu.

Það var orðrómur í gangi fyrir leikinn gegn Napoli í gær að Hodgson ætlaði sér að hætta eftir leikinn eða yrði hreinlega rekinn. Ekkert varð af því.

"Maður skoðar þessar fáranlegu vefsíður og ég get sagt að það hefur aldrei hvarflað að mér að hætta. Ég er stoltur af því að vera baráttumaður og er stoltur af því að gefast ekki upp þó á móti blási," sagði Hodgson eftir leikin.

"Það hefur margt gengið mér í hag á síðustu misserum og ég var stjóri ársins í enska boltanum meðal annars. Ég geri mér líka grein fyrir því að þetta líf er ekki alltaf dans á rósum. Þá þarf að bíta á jaxlinn og halda áfram.

"Ég ætla mér að vera lengi hjá Liverpool og skila góðu verki hjá félaginu. Ég kom hingað því ég taldi mig geta byggt Liverpool upp á nýjan leik og ég tel mig enn geta það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×