Enski boltinn

Bale vill ekki fara frá Tottenham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale skorar hér í gær.
Bale skorar hér í gær.

Gareth Bale, vængmaður Tottenham, er að verða einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og þrennan frábæra gegn Inter í gær skaut honum enn hærra upp á stjörnuhimininn.

Fyrir leikinn var þegar búið að orða hann við Real Madrid og Inter og ljóst að fleiri lið horfa hýru auga til leikmannsins.

Sjálfur er Bale með báða fætur á jörðinni og hann er ekki að hugsa um neitt annað en að standa sig áfram með Spurs.

"Ég sé ekki fyrir mér neitt annað lið en Spurs. Ég er ekki að hugsa um neitt annað lið. Hvorki á Ítalíu, Spáni né Englandi. Ég er mjög ánægður hjá Spurs," sagði Bale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×