Enski boltinn

Rooney fer ekki neitt - skrifar undir fimm ára samning

Rooney getur brosað í dag.
Rooney getur brosað í dag.
Wayne Rooney mun skrifa undir fimm ára samning við lið Manchester United og hefur því eytt óvissunni sem skapaðist í vikunni. Þá upplýsti sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins að Rooney vildi yfirgefa félagið. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem endaði með því að Rooney hefur ákveðið að vera hjá liðinu næstu fimm árin.

Þetta mun án nokkurs vafa gleðja stuðninsmenn félagsins sem margir hverjir höfðu dottið í hálfgert þunglyndi í vikunni.

Frekari frétta af málum Wayne Rooney er að vænta síðar í dag.








Tengdar fréttir

Rooney: Stjórinn sannfærði mig

Wayne Rooney, sem skrifaði undir fimm ára samning við Manchester United í dag, segir að það hafi verið Alex Ferguson sem hafi sannfært hann um að vera áfram hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×