Enski boltinn

Leikmaður West Ham handtekinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Manuel da Costa í leik með West Ham um síðustu helgi.
Manuel da Costa í leik með West Ham um síðustu helgi. Nordic Photos / Getty Images

Manuel da Costa, leikmaður West Ham, hefur verið handtekinn þar sem hann er grunaður um kynferðislega áreitni.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað á næturklúbbi á sunnudagskvöldið en það var kona á þrítugsaldri sem lagði fram kæruna.

Honum var sleppt úr haldi gegn tryggingargjaldi en þarf að mæta aftur í yfirheyslu í byrjun desember.

Da Costa mun hafa sjálfur gefið sig fram við lögreglu á þriðjudaginn en hann er 24 ára varnarmaður. Hann gerði þriggja ára samning við West Ham í ágúst í fyrra en félagið keypti hann frá Fiorentina á Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×