Enski boltinn

Yfirlýsing frá Manchester United: Funduðu með fulltrúa Rooney í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/AP

Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu um framtíð Wayne Rooney hjá félaginu en Rooney-málið hefur yfirgnæft aðrar fréttir úr enska boltanum síðustu daga.

David Gill, stjórnarformaður Manchester United, knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson og fulltrúar Wayne Rooney hafa setið saman á fundum í dag en það er engin niðurstaða komin út úr þeim viðræðum.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það er gríðarlegur áhugi fjölmiðla og almennings á félaginu þessa stundina en það eru engar nýjar fréttir af málinu í dag. Við getum staðfest að það hafa farið ýmsir fundir fram í dag og þar á meðal var fundur með fulltrúa leikmannsins. Niðurstaða þessara funda mun koma í ljós á næstunni en í millitíðinni biðjum við stuðningsmenn okkar að sýna þolinmæði," sagði í nýrri yfirlýsingu frá Manchester United sem var send út til breskra fjölmiðla fyrir nokkrum mínútum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×