Enski boltinn

Rio og frú eiga von á sínu þriðja barni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, hefur verið mikið meiddur síðustu mánuði. Hann hefur greinilega nýtt tímann utan vallar vel því hann á nú von á sínu þriðja barni.

Eiginkona Rio, Rebecca Ellison, er gengin þrjá mánuði en þau eiga fyrir tvo drengi - Lorenz, 4 ára, og Tate, 2 ára.

Strákarnir eru nefndir eftir uppáhaldsleikara Ferdinands, Larenz Tate, sem fór hamförum í snilldarmyndinni Menace II Society.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×