Enski boltinn

Lou Macari: Verður erfitt fyrir Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lou Macari, fyrrum leikmaður United.
Lou Macari, fyrrum leikmaður United. Nordic Photos / Getty Images
Lou Macari, fyrrum leikmaður Manchester United og einn helsti sérfræðingur MUTV-sjónvarsstöðvarinnar, segir að Wayne Rooney eigi mikla vinnu framundan ef hann ætlar sér að endurvinna traust liðsfélaga sinna og stuðningsmanna félagsins.

„Ég er í sjokki. Ekkert í knattspyrnunni hefur komið mér meira á óvart en þetta," sagði Macari.

„Mér fannst nóg um þessa vikuna áður en þetta gerðist. Ég bara trúði þessu ekki þegar ég heyrði af þessu."

Rooney gaf út yfirlýsingu á miðvikudaginn þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af framtíðarstefnu félagsins.

„Yfirlýsing hans gróf undan leikmönnum liðsins og knattspyrnustjóranum sjálfum."

„Hann sagði að stjórinn væri metnaðarlaus og að félagið væri metnaðarlaust og svo framvegis. Hann var að koma á sök yfir á alla hjá Manchester United, ekki bara eigendum þess hinum megin við Atlantshafið."

„Það er því talsverð vinna framundan í því að endurbyggja það traust sem hann naut áður."

„Ég held að lykillinn að velgengni Wayne í framtíðinni séu hvernig stuðningsmennirnir taka honum. Hvort þeir munu fyrirgefa honum og taka hann aftur í sátt."

„En ég held að þeir verði hæstánægðir með þetta. Þeir vilja fá hann aftur í treyjuna svo hann geti byrjað að raða inn mörkum aftur. Þá verður allt fyrirgefið."

 


Tengdar fréttir

Rooney fer ekki neitt - skrifar undir fimm ára samning

Wayne Rooney mun skrifa undir fimm ára samning við lið Manchester United og hefur því eytt óvissunni sem skapaðist í vikunni. Þá upplýsti sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri félagsins að Rooney vildi yfirgefa félagið. Í kjölfarið hófst atburðarrás sem endaði með því að Rooney hefur ákveðið að vera hjá liðinu næstu fimm árin.

Rooney: Stjórinn sannfærði mig

Wayne Rooney, sem skrifaði undir fimm ára samning við Manchester United í dag, segir að það hafi verið Alex Ferguson sem hafi sannfært hann um að vera áfram hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×