Enski boltinn

Ferguson verður í einkaviðtali á MUTV

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, mun rjúfa þögnina um Wayne Rooney á eftir. Þá mun hann setjast niður með sjónvarpsmanni sjónvarpsstöðvar Man. Utd og ræða um Rooney.

Nú stendur yfir blaðamannafundur með Ferguson vegna Meistaradeildarleiksins gegn Bursaspor á morgun.

Eftir fundinn mun Ferguson mæta í myndver MUTV og ræða málið.

Hægt er að sjá MUTV á Digital Ísland.

MUTV mun sýna viðtalið ansi oft í dag og fólk ætti því að geta séð Ferguson tjá sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×