Enski boltinn

Ferguson og Gill funda um framtíð Rooney í dag.

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, mun funda með David Gill, stjórnarformanni Man. Utd, í morgunsárið um málefni Wayne Rooney.

Rooney sendi frá sér yfirlýsingu í gær að ástæðan fyrir því að hann ætlaði sér að yfirgefa United væri sú að Gill hefði ekki getað sannfært sig um að United gæti áfram keypt bestu leikmenn heims og þar með barist á meðal þeirra bestu.

Ferguson sagði í gær að hann hefði ekki séð yfirlýsingu Rooney. Hann benti þó Rooney á að hann hefði unnið 30 titla með United og spurði hvort Rooney þyrfti einhverja tryggingu.

"Við David eigum fund í fyrramálið. David ræddi við eigendurna í kvöld sem var mikilvægt. Það sem skiptir þó mestu er að klára þetta mál sem fyrst. Við viljum ekki að það endi sem löng saga," sagði Ferguson í gærkvöldi.

Stjórinn er á því að Rooney sé að taka ranga ákvörðun.

"Stundum lítur maður inn á völlinn og sér kýr sem maður heldur að sé betri en kýrin sem maður á. Sumir leikmenn halda að grasið sé grænna annars staðar og það gengur ekki alltaf upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×