Enski boltinn

Ferguson á MUTV: Rooney bað mig og leikmenn afsökunar - myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, greindi frá því í viðtali við MUTV-sjónvarpsstöðina að Wayne Rooney hefði beðið sig og leikmenn félagsins afsökunar.

Viðtalið við Ferguson má sjá í heild sinni á sjónvarpsvef Vísis, hér.

„Þetta er ótrúlegt, þessi heimur sem við búum í. Þetta er oft öfugsnúið og þetta mál tók á sig aðra mynd í dag," sagði Ferguson en Rooney skrifaði óvænt upp á fimm ára samning við félagið í dag, aðeins nokkrum dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann vildi fara frá félaginu.

„Ég held að það sem gerðist er að Wayne hugsaði sig tvisvar um og gerði sér grein fyrir hversu risastórt félag Manchester United er."

„Hann bað mig og leikmenn afsökunar í morgun og ég held að hann muni gera slíkt hið sama við stuðningsmennina. Það er mikilvægt að gera það því við höfum öll fundið fyrir því sem hefur gerst síðustu daga."

„Mér finnst það bera vott um styrk að geta beðist afsökunar. Ég dáist að slíku fólki. Hann gerði sér grein fyrir því að hann gerði mistök og slíkt gerist ávallt, sérstaklega þegar maður er ungur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×