Enski boltinn

Chelsea ætlar að reyna aftur við Torres

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Chelsea hefur lengi verið á eftir spænska framherjanum Fernando Torres og ætlar að nýta sér niðursveifluna hjá Liverpool og gera tilboð í leikmanninn.

Torres var sterklega orðaður við Chelsea síðasta sumar en Roy Hodgson tókst að selja Torres þá hugmynd að það yrði gott að vera áfram hjá Liverpool.

Torres er líklega ekkert sérstaklega kátur með þá ákvörðun í dag og Chelsea vonast til þess að óánægja hans geti orðið til þess að hann fari fram á að fara til Lundaúnaliðsins.

Framherjinn hefur ekki komist á neitt skrið í vetur og aðeins tekið þátt í sjö leikjum og skorað eitt mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×