Enski boltinn

Sunderland ætlar ekki að selja Bent

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steve Bruce, stjóri Sunderland, hefur sent út skýr skilaboð til annarra liða að það þýði ekkert að bera víurnar í Darren Bent. Hann verði ekki seldur.

Bent er meðal annars orðaður við Man. Utd enda þarf United að styrkja hjá sér framlínuna ef Rooney fer.

"Benty er alltaf uppi meðal þeirra markahæstu ásamt Rooney og Drogba. Ég vona að það breytist ekkert," sagði Bruce.

"Góðir leikmenn vekja athygli annarra liða og þannig er boltinn. Ég hef lent í því oft áður að vita að ákveðnir leikmenn muni yfirgefa mitt lið. Það er ekki góð tilfinning. Hjá Sunderland getum við aftur á móti hafnað öllum tilboðum nema þau séu glórulaus. Þá er ekki hægt að segja nei."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×