Enski boltinn

Adebayor fær að spila gegn Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Emmanuel Adebayor, framherji Man. City, hóf loksins leiktíðina í gær er hann skoraði þrennu gegn Lech Poznan í Evrópudeildinni.

Frammistaða hans í gær mun líklega verða til þess að hann verði í byrjunarliði City er það hans gamla félagi, Arsenal, á sunnudag.

"Það er líklegt að hann spili gegn Arsenal. Það er alltaf mikilvægt fyrir framherja að spila vel og frammistaða hans var frábær. Nú á hann góðan möguleika að spila gegn Arsenal," sagði Roberto Mancini, stjóri City.

Carlos Tevez kemur aftur inn í lið City í leiknum og Mancini segir ekkert mál að stilla Adebayor og Tevez upp saman í framlínunni.

"Það er ekkert vandamál. Þeir léku saman gegn Blackpool. Það er eðlilegt að spila með tvo framherja og ég vil helst gera það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×