Enski boltinn

Tíu leikmenn á förum frá Man. Utd næsta sumar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson ætlar að hreinsa út næsta sumar.
Ferguson ætlar að hreinsa út næsta sumar.

Breska blaðið The Times segir að Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, ætli að hrista rækilega upp í leikmannahópi sínum næsta sumar og búist við því að tíu leikmenn fái að fjúka.

Á meðal þeirra leikmanna sem munu fara samkvæmt The Times eru Owen Hargreaves, Michael Carrick, Michael Owen, Wes Brown, Gary Neville og Ji-Sung Park.

Svo er óljóst hvað þeir Paul Scholes og Ryan Giggs gera.

Einhverjir leikmenn verða að koma í stað þessara leikmanna og þar er talað um Jack Rodwell hjá Everton sem og Jordan Henderson, leikmann Sunderland.

Einnig er David De Gea, leikmaður Atletico Madrid, sagður vera á óskalista Ferguson sem og markvörður Álasund, Anders Lindegaard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×