Enski boltinn

Terry: Rooney er besti leikmaður heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Leikmenn Chelsea keppast um þessa dagana að hampa Wayne Rooney og lýsa því yfir hversu ánægðir þeir yrðu ef Rooney kæmi til félagsins.

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur nú bæst í þann hóp.

"Wayne er besti ungi leikmaðurinn í heiminum. Ég er ekkert einn um þá skoðun. Við verðum auðvitað að bera virðingu fyrir Man. Utd og Wayne en það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni," sagði Terry.

"Við erum þegar með frábæran hóp leikmanna og Rooney myndi styrkja hópinn enn frekar. Fyrir mér er hann besti leikmaður heims."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×