Enski boltinn

Evra: Er hjá United til að vinna titla

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ummæli og framkoma Wayne Rooney fer vafalítið í taugarnar á samherjum hans hjá Man. Utd enda lítur Rooney svo á að þeir séu ekki nógu góðir til þess að vinna titla.

Patrice Evra sendi Rooney smá sneið eftir leikinn gegn Bursaspor í gær er hann sagðist vera hjá United til að vinna titla.

"Ég er búinn að vera hér í fjögur ár og alltaf unnið titilinn nema í fyrra. Það særði mann að missa titilinn í fyrra. Þetta er Man. Utd og við verðum að vinna titla. Þannig er pressan hjá þessu félagi," sagði Evra og bætti við.

"Það er ekkert lið betra en við í augnablikinu. Kannski halda einhverjir að ég sé bilaður að segja þetta en það er satt. Man. Utd á heima á toppnum og ég viss um að við verðum þar áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×