Enski boltinn

Eiður skoraði sitt fyrsta mark fyrir Stoke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohsen.
Eiður Smári Guðjohsen. Nordic Photos / Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen hefur opnað markareikning sinn fyrir Stoke en hann skoraði fyrir varalið félagsins í gær.

Varaliðið vann þá 2-1 sigur á Leeds og skoraði Eiður Smári með skoti af stuttu færi á 18. mínútu leiksins. Hann lék fyrri hálfleikinn í gær.

Þetta voru kærkomnar mínútur fyrir Eið Smára en hann hefur enn ekki fengið tækifæri með byrjunarliði aðalliðsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði þó 90 mínútur fyrir Ísland gegn Portúgal fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×